6.12.2008 | 13:19
Er þetta frétt?
Er þetta ekki álíka fréttnæmt og fréttir um miljónir farfugla á flugi vor og haust? Skúbb sem kæmi á óvart.
Milljónir flykkjast til Mekka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2008 | 11:00
Gott að vera Kennedy
Bandarískt lýðræði er hreint ekki fyrir alla að skilja þótt hluti íslensku þjóðarinnar, af aðdáun einni saman, missi frá sér keytu í klof og slefu á kinn, berist þessi guðdómur í tal.
Þetta kerfi var hannað upp úr 1776 og súrkál en af svo vitrum og framsýnum mönnum að núna rúmum 230 árum síðar hafur ekki þótt ástæða að breyta neinu þrátt fyrir gerbreytt þjóðfélag.
Þingmenn eru kjörnir úr einmennings kjördæmum. Losni Þingsæi á miðju kjörtímabili af einhverjum ástæðum er ekki haldnar aukakosningar eins og í einmenningskjördæmum UK. Nei Kaninn er ekki að ómaka sig yfir svo smásmugulegu lýðræðisbulli.
Svo ekki þurfi að ónáða kjósendur skipar Ríkisstjóri viðkomandi ríkis sjálfur í sætið. Skipar af geðþótta einhvern, úr fjölskyldunni, úr vina hópnum, hundinn sinn eða einfaldlega bara einhverja konu af því hún er dóttir pabba síns.
Í þessu tilfelli verður að vísu skipaður Demókrati í stað Demókrata ef þetta fer svona. En það hefði allt eins getað orðið Repúblikani sem hefði komið inn. Þetta kerfi getur því raskað meirihlutanum á þinginu og hefur gert það.
Það hefði verið gaman, ef lýðræðið væri á jafnháu plani hjá okkur og Kananum, að sjá hverja ríkisstjórinn Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður þeirra sunnlendinga hefði skipað á þing í stað Guðna og Bjarna Harðar, sennilega hefði Framsóknarflokkurinn rýrnað enn frekar og ekki megum við, við því.
Kennedy tekur hugsanlega við af Clinton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2008 | 19:35
Á Framsókn framhaldslíf?
Guðni karlinn er horfin á braut, kvaddi með þrumum og látum. Valgerður, elskan sú, tók við en hefur nú lýst því yfir, öllum til furðu, að hún sækist ekki eftir formannsembættinu. Enginn átti von á að hún áttaði sig á því hennar tími er löngu liðinn ef hann kom þá einhvern tíma.
Tveir ungir og efnilegir Framsóknarmenn hafa nú þegar lýst yfir framboði til formanns. Það eru þingmaðurinn Höskuldur Þórhallsson Höskuldssonar, fyrrum sóknarprests á Möðruvöllum og Páll Magnússon Bjarnfreðssonar, sjónvarpsmanns allra tíma.
Þó ég vilji ekki gera upp á milli þessara ágætu manna þá finnst mér blasa við að Páll sé sjálfkrafa úr leik þar sem hann er ekki þingmaður.
Flokkurinn beið afhroð í síðustu kosningum og hefur verið í stjórnarandstöðu síðan. Flokkurinn hefur ekki rétt sinn hlut aftur, nema síður sé. Það er ljóst að flokkurinn á erfiða tíma framundan og í ljósi þess er útilokað að Framsóknarflokkurinn velji sér formann sem ekki er í þingflokknum.
Flokkurinn lifir það einfaldlega ekki af að formaðurinn sé utan þings fram að næstu kosningum sem ekki verða fyrr en 2011 að öllu óbreyttu.
Höskuldur kemur til með að líða fyrir reynsluleysi, hann kom fyrst á þing í síðustu kosningum og það er því örugglega vonast eftir að annaðhvort Magnús Stefánsson eða Siv Friðleifsdóttir eða þau bæði muni gefa kost á sér.
Framtíð Framsóknarflokksins veltur klárlega á þessu formannskjöri á flokksþinginu í janúar.
Höskuldur býður sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2008 | 16:01
Eiga allir sinn Mugabe?
Erlendum ríkjum er farið að ofbjóða og þrýsta á afsögn Mugabe, sem ætlar að þumbast hvað sem það kostar vegna eigin ágætis. Kannast einhver við vandamálið?
Á þetta fyrir okkur að liggja að erlend ríki þurfi að skerast í leikinn þar sem þaulsetnir Íslenskir embættismenn þekkja ekki sinn vitjunartíma?
Mugabe verður að fara frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |