5.12.2008 | 16:01
Eiga allir sinn Mugabe?
Mugabe forseti Simbabve hefur eyðilagt landið. Landið var áður kallað matarkista Afríku vegna kosta þess og gæða og flutti út matvæli í stórum stíl. Í dag svelta íbúarnir, verðbólga er í þeim hæðum að gamlar Íslenskar verðbólgutölur blikna í samanburðinum.
Erlendum ríkjum er farið að ofbjóða og þrýsta á afsögn Mugabe, sem ætlar að þumbast hvað sem það kostar vegna eigin ágætis. Kannast einhver við vandamálið?
Á þetta fyrir okkur að liggja að erlend ríki þurfi að skerast í leikinn þar sem þaulsetnir Íslenskir embættismenn þekkja ekki sinn vitjunartíma?
Mugabe verður að fara frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.