Á Framsókn framhaldslíf?

Guðni karlinn er horfin á braut, kvaddi með þrumum og látum.  Valgerður, elskan sú, tók við en hefur nú lýst því yfir, öllum til furðu, að hún sækist ekki eftir formannsembættinu. Enginn átti von á að hún áttaði sig á því hennar tími er löngu liðinn ef hann kom þá einhvern tíma.

Tveir ungir og efnilegir Framsóknarmenn hafa nú þegar lýst yfir framboði til formanns. Það eru þingmaðurinn Höskuldur Þórhallsson Höskuldssonar, fyrrum sóknarprests á Möðruvöllum  og Páll Magnússon Bjarnfreðssonar, sjónvarpsmanns allra tíma.

Þó ég vilji ekki gera upp á milli þessara ágætu manna þá finnst mér blasa við að Páll sé sjálfkrafa úr leik þar sem hann er ekki þingmaður.

Flokkurinn beið afhroð í síðustu kosningum og hefur verið í stjórnarandstöðu síðan. Flokkurinn hefur ekki rétt sinn hlut aftur, nema síður sé. Það er ljóst að flokkurinn á erfiða tíma framundan og í ljósi þess er útilokað að Framsóknarflokkurinn velji sér formann sem ekki er í þingflokknum.

Flokkurinn lifir það einfaldlega ekki af að formaðurinn sé utan þings fram að næstu kosningum sem ekki verða fyrr en 2011 að öllu óbreyttu.

Höskuldur kemur til með að líða fyrir reynsluleysi, hann kom fyrst á þing í síðustu kosningum og það er því örugglega vonast eftir að annaðhvort Magnús Stefánsson eða Siv Friðleifsdóttir eða þau bæði muni gefa kost á sér.

Framtíð Framsóknarflokksins veltur klárlega á þessu formannskjöri á flokksþinginu í janúar.


mbl.is Höskuldur býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband