Gott að vera Kennedy

Bandarískt lýðræði er hreint ekki fyrir alla að skilja þótt hluti íslensku þjóðarinnar, af aðdáun einni saman,  missi frá sér keytu í klof og slefu á kinn, berist þessi guðdómur í tal.

Þetta kerfi var hannað upp úr 1776 og súrkál en af svo vitrum og framsýnum mönnum að núna rúmum 230 árum síðar hafur ekki þótt ástæða að breyta neinu þrátt fyrir gerbreytt þjóðfélag.

Þingmenn eru kjörnir úr einmennings kjördæmum. Losni Þingsæi á miðju kjörtímabili af einhverjum ástæðum er ekki haldnar aukakosningar eins og í einmenningskjördæmum UK. Nei Kaninn er ekki að ómaka sig yfir svo smásmugulegu lýðræðisbulli.

Svo ekki þurfi að ónáða kjósendur skipar Ríkisstjóri viðkomandi ríkis sjálfur í sætið. Skipar af geðþótta einhvern, úr fjölskyldunni, úr vina hópnum, hundinn sinn eða einfaldlega bara einhverja konu af því hún er dóttir pabba síns.

Í þessu tilfelli verður að vísu skipaður Demókrati í stað Demókrata ef þetta fer svona. En það hefði allt eins getað orðið Repúblikani sem hefði komið inn. Þetta kerfi getur því raskað meirihlutanum á þinginu og hefur gert það.

Það hefði verið gaman, ef lýðræðið væri á jafnháu plani hjá okkur og Kananum, að sjá hverja „ríkisstjórinn“  Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður þeirra sunnlendinga hefði skipað á þing í stað Guðna og Bjarna Harðar, sennilega hefði Framsóknarflokkurinn rýrnað enn frekar og ekki megum við, við því.


mbl.is Kennedy tekur hugsanlega við af Clinton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kennedy þessi fjölskylda er ekker nema hundar mafiunar ef mafian segir þeim að sitja þá setjast þeir niður

Atli (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 18:15

2 Smámynd: Fenrisúlfur

Ég hef engar forsendur til að leggja mat á það Atli

Fenrisúlfur, 6.12.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: The Critic

Sýslumaður og ríkisstjóri er ekki það sama. Forsætisráðherra og ríkisstjóri er hinsvegar nokkurn vegin það sama. Ef við ættum að staðhæfa þessa frétt þá myndi dæmið hljóma að Geir Haarde hefði skipað nýjan aðila á Evrópuþingið í stað Jóns sem lét af störfum þar.
Aðilinn sem Geir valdi gæti verið úr röðum Samfylkingarinnar eða Sjálfstæðisflokks því þeir flokkar eru á alþingi. Og ruglað þannig stöðu hægri og vinstri manna á Evrópuþinginu í Brussel. 

Dæmið miðast við að ísland væri aðili að ESB

The Critic, 6.12.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Fenrisúlfur

The Critic, ekki ætla ég að deila við þig um þetta. Þetta var aðalega til gamans gert að setja þetta svona upp. Sýsla = fylki og sýslum. = fylkisstjóri til að mynda tengingu við Íslenskar aðstæður til að undirstrika þetta lýðræðislega frávik  Bandaríska kerfisins. Engin vísindi hér á ferð.

En eftir stendur þetta með fulltrúa sunnlendinga á Alþingi en kemur EBE ekkert við, enda erum við ekki aðilar að því og eigum þar ekki fulltrúa. ENN sem komið er.

Fenrisúlfur, 7.12.2008 kl. 05:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband