Er þetta frétt?

Er þetta ekki álíka fréttnæmt og fréttir um miljónir farfugla á flugi vor og haust? Skúbb sem kæmi á óvart.

 
mbl.is Milljónir flykkjast til Mekka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér að einu leiti, fyrir þá sem vita eitthvað um pílagrímsferð múslima til Mekka, þá er þetta ekki fréttnæmt. Samt sem áður, fyrir fólk sem lifir í eigin kassa og sér ekki framfyrir eigin rassboru :) þá finnst mér þetta bara gríðalega mikilvæg frétt. Það sakar ekki að við Íslendingar lærum um aðra menningarheima, okkar eigin er nú ekkert það hamingjugefandi í augnablikinu, hvað kreppu og allt það varðar, það hjálpar kannski sálartetri nokkurra Íslendinga að komast með pílagrímum til Mekka þótt "hugurinn beri mann aðeins hálfa leið."

Þórhildur (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 00:18

2 Smámynd: Fenrisúlfur

Þórhildur, verðum við ekki að gera ráð fyrir að velflestir eða allir Íslendingar (f. utan aðflutta kannski) hafi lesið mannkynssöguna í skóla og viti svona grunnin að málinu.

Fyrir þá sem lifa í kassa upp við sína eigin rassboru, er ekki líklegt að svona frétt auki mikið á víðsýni þeirra.

Það sem ég veit þó um menningarheim múhameðstrúarmanna verður seint að einhverju ljósi í húminu á Íslandi í dag. Og pílagrímsferð til Mekka er ekki ofarlega á óskalistanum. Að komast þaðan ekki seinna en í gær yrði það hinsvegar "dytti maður þar niður svona óvart".

Fenrisúlfur, 7.12.2008 kl. 06:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband